Erlent

Nýsjálendingar losa sig við orðið „nigger“ af landakortinu

Atli Ísleifsson skrifar
Staðirnir munu nú fá nöfn sem rekja má til menningar frumbyggja landsins, maóranna.
Staðirnir munu nú fá nöfn sem rekja má til menningar frumbyggja landsins, maóranna. Vísir/Getty
Nýsjálenska ríkisstjórnin vill losna við orðið orðið „nigger“ af landakortinu og mun því breyta þremur staðarnöfnum á Suðurey. Staðirnir munu nú fá nöfn sem rekja má til menningar frumbyggja landsins, maóranna.

Í frétt DR kemur fram að „Nigger Stream“, „Niggerhead“ og „Nigger Hill“ muni framvegis bera nöfnin „Pukio Stream“, „Tawhai Hill“ og „Kanuka Hills“.

Ráðherrann Louise Upston segir málið ekki snúa að því að endurskrifa söguna. Hin stuðandi staðarheiti megi rekja til þess tíma þegar merking orðsins var umtalsvert önnur en við þekkjum í dag.

Upston segir að það muni þó ekki gleymast að eitt sinn hafi staðirnir borið önnur nöfn.

Raunverulegur uppruni nafnanna á huldu, en ráðuneytið segir mögulegt að nöfnin megi rekja til grastegundar, sem upphaflega var kölluð „niggerhead“ og óx í nágrenninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×