Innlent

Nýr umhverfisráðherra tók á móti Fossadagatalinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tómas og Ólafur Már sýna umhverfisráðherra bókina.
Tómas og Ólafur Már sýna umhverfisráðherra bókina. Vísir/Vilhelm
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók í dag á móti fyrsta Fossadagatalinu 2018, auk Fossabæklingsins. Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson standa fyrir útgáfu dagatalsins.

Afhentu þeir ráðherranum fyrstu eintökin en þeir stefna á að senda öllum íbúum Árneshrepps, alþingismönnum, ráðherrum, og sveitarstjórnum á Vestfjörðum pakkann á næstu dögum, þeim að kostnaðarlausu. Almenningi gefst einnig kostur á að kaupa eintak en allur ágóði rennur til Rjúkanda, samtaka um náttúrvernd og verndun menningarverðmæta í Árneshreppi.

Bæði Tómas og Ólafur Már hafa barist ffyrir því að fallið ferði frá virkjunaráformum í Hvalá og Eyvindarfjarðará í Árneshreppi og telja þeir virkjun muni hafa neikvæð áhrif á svæði sem telja megi meðal helstu náttúruperlna Vestfjarða.

Tekist hefur verið á um virkjunaráformin en í vikunni mun hreppsnefnd taka fyrir tillögu Sigurðar Gísla Pálmasonar um að kosta úttekt á þjóðgarði á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×