MÁNUDAGUR 5. DESEMBER NÝJAST 14:30

Ólafía Ţórunn í kringum 120. sćti forgangslistans

SPORT

Nýr togari sýndur í Bolungarvík

 
Innlent
11:29 27. JANÚAR 2016
Sirrý kom til hafnar í gćrkvöldi.
Sirrý kom til hafnar í gćrkvöldi. VÍSIR/HAFŢÓR

Togarinn Sirrý ÍS 36 kom til heimahafnar í Bolungarvík í fyrsta sinn í gærkvöldi. Meðlimir Björgunarsveitarinnar Ernir fylgdu Sirrý til hafnar þar sem slökkviliðið tók á móti henni auk margra íbúa.

Það er útgerðin Jakob Valgeir ehf. sem keypti Sirrý af norskri útgerð sem heitir Havfisk. Samkvæmt frétt Bb.is var togarinn smíðaður á Spáni árið 1998 og er hann 45 metra langur, tíu metra breiður og 698 tonn með 2.445 hestafla vél.

Togarinn verður til sýnis í Bolungarvíkurhöfn á milli klukkan tvö og sex í dag.


Slökkviliđiđ tók vel á móti Sirrý.
Slökkviliđiđ tók vel á móti Sirrý. VÍSIR/HAFŢÓR


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Nýr togari sýndur í Bolungarvík
Fara efst