ŢRIĐJUDAGUR 28. JÚNÍ NÝJAST 16:15

Allur Arnarhóllinn í tilfinningarússíbana í gćr | Myndband

SPORT

Nýr togari sýndur í Bolungarvík

 
Innlent
11:29 27. JANÚAR 2016
Sirrý kom til hafnar í gćrkvöldi.
Sirrý kom til hafnar í gćrkvöldi. VÍSIR/HAFŢÓR

Togarinn Sirrý ÍS 36 kom til heimahafnar í Bolungarvík í fyrsta sinn í gærkvöldi. Meðlimir Björgunarsveitarinnar Ernir fylgdu Sirrý til hafnar þar sem slökkviliðið tók á móti henni auk margra íbúa.

Það er útgerðin Jakob Valgeir ehf. sem keypti Sirrý af norskri útgerð sem heitir Havfisk. Samkvæmt frétt Bb.is var togarinn smíðaður á Spáni árið 1998 og er hann 45 metra langur, tíu metra breiður og 698 tonn með 2.445 hestafla vél.

Togarinn verður til sýnis í Bolungarvíkurhöfn á milli klukkan tvö og sex í dag.


Slökkviliđiđ tók vel á móti Sirrý.
Slökkviliđiđ tók vel á móti Sirrý. VÍSIR/HAFŢÓR


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Nýr togari sýndur í Bolungarvík
Fara efst