Innlent

Nýr togari sýndur í Bolungarvík

Samúel Karl Ólason skrifar
Sirrý kom til hafnar í gærkvöldi.
Sirrý kom til hafnar í gærkvöldi. Vísir/Hafþór
Togarinn Sirrý ÍS 36 kom til heimahafnar í Bolungarvík í fyrsta sinn í gærkvöldi. Meðlimir Björgunarsveitarinnar Ernir fylgdu Sirrý til hafnar þar sem slökkviliðið tók á móti henni auk margra íbúa.

Það er útgerðin Jakob Valgeir ehf. sem keypti Sirrý af norskri útgerð sem heitir Havfisk. Samkvæmt frétt Bb.is var togarinn smíðaður á Spáni árið 1998 og er hann 45 metra langur, tíu metra breiður og 698 tonn með 2.445 hestafla vél.

Togarinn verður til sýnis í Bolungarvíkurhöfn á milli klukkan tvö og sex í dag.

Slökkviliðið tók vel á móti Sirrý.Vísir/Hafþór



Fleiri fréttir

Sjá meira


×