Lífið

Nýr sketsaþáttur með Audda, Sveppa, Steinda, Hjöbba og Jóni Jónssyni á Stöð 2

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þátturinn fer í tökur í haus.
Þátturinn fer í tökur í haus. vísir
„Við byrjuðum bara að skrifa þættina í gær,“ segir sjónvarps- og útvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal en nýr sketsaþátturinn mun hefja göngu sína á Stöð 2 næsta vetur. Sverrir Þór Sverrisson, Steinþór Hróar Steinþórsson, Hjörvar Hafliðason og Jón Jónsson verða í teyminu ásamt Auðunni.

„Ég, Steindi og Sveppi verðum mest í handritaskrifum en Hjörvar og Jón koma einnig sterkri þar inn. Þetta er bara á frumstigi og við erum rétt að byrja. Við eigum eftir að leika sjálfir í þáttunum en svo koma fleiri inn í verkefnið þegar á líður.“

Auðunn segir að tökur á þættinum hefjist í haust og fer hann síðan í loftið næsta vetur.

„Það er ekki komið neitt nafn á þáttinn en við erum bara að nota FM95BLÖ sem vinnuheiti,“ segir Auðunn. En er útvarpsþátturinn nokkuð að hætta?

„Nei hann verður áfram á sínum stað næsta vetur. Við erum að fara í frí í lok júní og byrjum síðan aftur á Þjóðhátíð.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×