Innlent

Nýr sjóður fyrir arð af auðlindum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson á Viðskiptaþingi.
Bjarni Benediktsson á Viðskiptaþingi. vísir/vilhelm
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur skipað sérfræðingahóp um stofnun stöðugleikasjóðs. Hópinn skipa þau Ingimundur Friðriksson hagfræðingur, Kristín Haraldsdóttir lögfræðingur og Erlendur Magnússon fjárfestir.

Kveðið er á um stofnun slíks sjóðs í stjórnarsáttmálanum. Þar segir að sjóðurinn eigi að halda utan um arð af orkuauðlindum í eigu ríkissjóðs, tryggja komandi kynslóðum hlutdeild í ávinningi af sameiginlegum auðlindum og geta verið sveiflujafnandi fyrir efnahagslífið.

Gert er ráð fyrir að stöðugleikasjóður verði fjármagnaður með fjárhagslegum arði ríkisins af orkuauðlindum. Þá telur forsætisráðherra að meta þurfi hvort til sjóðsins yrðu lagðar aðrar fjárhagslegar eignir, svo sem fjármunir sem varðveittir eru í gjaldeyrisvaraforða Seðlabanka Íslands.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Bjarni vill byggja upp orkuauðlindasjóð

"Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Landsvirkjunar í dag.

Svona lítur stjórnarsáttmálinn út

Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×