Erlent

Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump

Anthony Scaramucci á von á spennandi tímum framundan.
Anthony Scaramucci á von á spennandi tímum framundan. Vísir/EPA
Sólarhring eftir að hafa tekið við starfi samskiptastjóri Hvíta hússins hefur Anthony Scaramucci gefið út þá yfirlýsingu að hann muni eyða út gömlum tístum. Gömlu tístin innihalda meðal annars gagnrýni á sinn nýja yfirmann Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Scaramucci ber það fyrir sig að gamlar skoðanir eigi ekki að hafa áhrif á hans störf enda hafi skoðanir hans breyst og þróast með tíð og tíma.

Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 

Donald Trump tilkynnti á föstudag að hann hygðist ráða Scaramucci sem samskiptastjóra embættisins. Scaramucci hafði þá áður unnið á Wall Street.

Í kjölfarið tilkynnti Sean Spicer, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, að hann hygðist segja starfi sínu lausu. Var hann ósáttur við ráðningu Scaramucci. Sarah Huckabee Sanders hefur tekið við starfi Spicer.

Samfélagsmiðlar voru ekki lengi að grafast fyrir um gömlu tíst Scaramucci. Brot af þeim má sjá hér að neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×