Lífið

Nýr meðlimur konungsfjölskyldunnar væntanlegur á næstu dögum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fréttastofa BBC á sér stað við grindverkið fyrir utan St. Mary's spítalann.
Fréttastofa BBC á sér stað við grindverkið fyrir utan St. Mary's spítalann. vísir/getty
Kate Middleton og Vilhjálmur Bretaprins eiga von á sínu öðru barni en þau eiga fyrir George Alexander Lúðvík sem fæddist í júlí 2013. Nýtt barn er væntanlegt á næstu dögum en búist er við því að barnið komi í heiminn áður en þessi mánuður rennur sitt skeið.

Ekki er vitað hvort um strák eða stelpu sé að ræða en hægt er að veðja meðal annars á kyn og nafn barnsins hjá fjölda veðbanka. Flestir virðast vera á því að nöfnin Karlotta og Alexandra verði fyrir valinu en veðbankar hafa lækkað stuðulinn á þeim nöfnum. Nafnið James þykir einnig líklegt en bróðir hertogaynjunnar af Cambridge ber nafnið James auk þess að tveir enskir og sex skoskir konungar hafa borið það.

Á dagskrá Kate á næstu dögum er möguleg heimsókn til Berkshire og Norfolk og velta einhverjir því fyrir sér hvort barnið muni koma í heiminn úti á landi. Það yrði þá í fyrsta skipti síðan 1930 sem barn í konungsfjölskyldunni fæðist ekki í London. Margrét prinsessa, systir Elísabetar drottningar, fæddist í Glamis kastala í Skotlandi.

Öryggisgirðingum hefur verið komið fyrir fyrir utan St. Mary‘s sjúkrahúsið í London en þar hafa börn konungsfjölskyldunnar fæðst síðastliðna tvo áratugi. Þeir sem eru allra spenntastir fyrir fæðingunni hafa komið sér fyrir og ætla sér að bíða fyrir utan þar til það kemur í heiminn.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×