Enski boltinn

Nýr leikmaður Tottenham kominn með atvinnuleyfi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
DeAndre Yedlin byrjar að spila með Tottenham eftir áramót.
DeAndre Yedlin byrjar að spila með Tottenham eftir áramót. vísir/getty
DeAndre Yedlin, bandarískur landsliðsmaður í knattspyrnu, getur byrjað að spila með Tottenham á nýju ári eftir að fá loks atvinnuleyfi á Englandi.

Tottenham tilkynnti í ágúst að Yedlin, sem spilar með Seattle Sounders í MLS-deildinni, væri búinn að samþykkja fjögurra ára samning, en Tottenham borgar Seattle 2,5 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Þessi 21 árs gamli varnarmaður reyndi að sækja um lettneskt vegabréf þar sem hann á ættir að rekja til landsins, að því fram kemur á vef Sky Sports. Það gerði hann í von um að fá atvinnuleyfi fyrr á Englandi.

Hann þarf þó ekki á því að halda þar sem hann er kominn með atvinnuleyfi, en hann er nú í vetrarfríi eftir að MLS-deildinni lauk fyrr í mánuðinum.

Yedlin stóð sig vel með bandaríska landsliðinu á HM

og heillaði Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham, mikið þegar Seattle mætti Spurs í æfingaleik í júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×