Viðskipti innlent

Nýr kjarasamningur ASÍ samþykktur

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá undirritun samninganna í síðasta mánuði.
Frá undirritun samninganna í síðasta mánuði. Mynd/ASÍ
Nýr kjarasamningur milli aðildarsamtaka Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykktur í sameiginlegri allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna aðildarsamtakanna sem lauk í dag.

9.274 greiddu atkvæði með nýja kjarasamningnum, sem gerir rúmlega 91 prósent þeirra sem kusu. 832 greiddu atkvæði gegn samningnum og 97 skiluðu auðu. Á kjörskrá voru rúmlega 75 þúsund manns en 10.653, rúmlega fjórtán prósent, greiddu atkvæði.

Samningurinn felur í sér að laun hækka um 6,2 prósent frá og með 1. janúar síðastliðnum í stað 5,5 prósenta hinn fyrsta 1. maí í vor.  Í stað þriggja prósenta hækkunar launa hinn 1. maí á næsta ári hækka laun um 4,5 prósent og í stað tveggja prósenta hækkunar 1. maí 2018 hækka laun um þrjú prósent.

Þá verða lífeyrisréttindi á almennum vinnumarkaði í áföngum færð til þess sem þau eru hjá opinberum starfsmönnum þannig að framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð starfsmanna hækkar úr átta prósentum af launum í 11,5 prósent fram til ársins 2018.

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×