Viðskipti erlent

Nýr iPad í búðir í nóvember

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Nýr iPad er stærri en fyrri útgáfur spjaldtölvunnar
Nýr iPad er stærri en fyrri útgáfur spjaldtölvunnar Skjáskot
Talið er að iPad Pro, ný útgáfa af spjaldtölvu Apple, fari í sölu í fyrstu viku nóvembermánaðar. Þetta hefur Business Insider eftir japönsku Applefréttasíðunni Macotakara.

Fyrirtækið hafði áður gefið út að iPad Pro myndi að öllum líkindum rata í verslanir í nóvember en ekki hvenær mánaðarins.

Macotakara segir sig þó hafa áreiðanlegar kínverskar heimildir fyrir því að það verði í fyrstu viku nóvember. Sömu heimildir herma að Apple Pencil, penni sem má nota til að skrifa eða teikna á spjaldtölvunni, mun fara í sölu samhliða iPad Pro.

Macotakara hefur þó ekki alltaf haft rétt fyrir sér í þessum efnum. Fréttasíðan hafði þó rétt fyrir sér þegar iPhone 5s átti í hlut en Macotakara greindi frá því að á honum yrði nýr Home-takki.

IPad Pro verður töluvert stærri en fyrri útgáfur af spjaldtölvunni og er skjárinn 12.9 tommur. Þá er iPad Pro 6,9 millimetrar að þykkt og tæp 800 grömm að þyngd.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×