Innlent

Nýr byggðarannsóknasjóður stofnaður

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson kynnti stofnun sjóðsins á byggðaráðstefnu í sl. viku.
Sigurður Ingi Jóhannsson kynnti stofnun sjóðsins á byggðaráðstefnu í sl. viku.
Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra byggðamála, kynnti í síðustu viku sérstakan byggðarannsóknarsjóð sem settur verður á laggirnar og mun hafa allt að 10 milljónir til ráðstöfunar á ári, næstu þrjú ár að minnsta kosti.

Fjármögnun byggðarannsókna hefur gengið erfiðlega í gegnum þá samkeppnissjóði sem eru til staðar. Því hefur vantað gögn og fræðilegan grunn til að móta byggðastefnu en vonast er til að öflugir rannsóknaraðilar sæki í sjóðinn og að þannig verði til góður grunnur fyrir mótun byggðastefnu í framtíðinni.

Sigurður Ingi kynnti stofnun sjóðsins á Byggðaráðstefnu Íslands sem haldin var á Patreksfirði 19. og 20. september. Að ráðstefnunni stóðu Byggðastofnun, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Háskólasetur Vestfjarða og Vesturbyggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×