Menning

Nýmálað 2

Magnús Guðmundsson skrifar
Skýjafar. 2015 | akríl á striga | 100x100 cm. Þorbjörg Höskuldsdóttir, fædd 1939.
Skýjafar. 2015 | akríl á striga | 100x100 cm. Þorbjörg Höskuldsdóttir, fædd 1939.
Nýmálað 2 var opnuð á Kjarvalsstöðum um helgina en þar eru sýnd verk 60 íslenskra listmálara.

Þetta er annar hluti Nýmálaðs en fyrri hlutinn var opnaður í Hafnarhúsinu í febrúar. Öll verkin eru máluð á síðustu tveimur árum og gefa því yfirlit yfir þá grósku sem er í málaralist í dag.

Þar sem mynd segir meira en þúsund orð fannst okkur tilvalið að sýna hér verk átta listamanna af fjórum kynslóðum, sýnishorn af því sem gefur að líta á Kjarvalsstöðum. Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins, lagði leið sína á Kjarvalsstaði og myndaði verkin.

Án titils. 2014 | akríl á striga | 130x150 cm. Björn Birnir, fæddur 1932.
Rautt. 2013 | akríl á striga | 90x90 cm. Guðbjörg Ringsted, fædd 1957.
Endurkast – Endurtekið. 2015 | kol og olía á striga | 180x360 cm. Jón Axel Björnsson, fæddur 1956.
Án titils. 2015 | olía á striga 130x100 cm. Aron Reyr Sverrisson, fæddur 1974.
Án titils #1. 2014 | olía á dúk | 150x110 cm. Hadda Fjóla Reykdal, fædd 1974.
Maríuhæna. 2015 | akríl og glært lakk á krossvið | 122x244 cm. Þorvaldur Jónsson, fæddur 1984.
Octave scale. 2015 olía á striga 110x160 cm. Sara Riel, fædd 1980.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×