Fótbolti

Nýliðarnir unnu fyrsta sigurinn í efstu deild gegn Dortmund | Öll úrslit dagsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Keita fagnar markinu með Burke sem lagði markið upp.
Keita fagnar markinu með Burke sem lagði markið upp. Vísir/Getty
Dortmund tapaði nokkuð óvænt gegn RB Leipzig í lokaleik dagsins í þýska boltanum en þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann gekk gestunum frá Dortmund illa að skapa sér færi.

Dortmund stýrði lengst af leiknum í dag en liðinu gekk illa að skapa sér færi. Fór svo að Naby Keita, miðjumaður Leipzig skoraði eina mark leiksins á 89. mínútu en hann gekk nýlega til liðs við Leipzig frá Salzburg.

Í Leverkusen skoraði finnski framherjinn Joel Pohjanpalo þrennu er Bayer Leverkusen vann fyrsta leik tímabilsins gegn Hamburger eftir að hafa lent undir í upphafi seinni hálfleiks.

Pohjanpalo kom inná sem varamaður 20. mínútum fyrir leikslok og var ekki lengi að stimpla sig en hann skoraði átta mínútum síðar.

Sá finnski bætti við tveimur mörkum í uppbótartíma og tryggði heimamönnum fyrsta sigur vetrarins en hann hefur skorað öll fjögur mörk liðsins á tímabilinu.

Þá vann Freiburg ansi óvæntan 3-1 sigur á Borussia Mönchengladbach á heimavelli en Hertha Berlin sótti þrjú stig til bílabæjarins Ingolstadt.

Úrslit dagsins:

Bayer Leverkusen 3-1 Hamburger SV

Darmstadt 1-0 Eintracht Frankfurt

Freiburg 3-1 Borussia Mönchengladbach

Ingolstadt 0-2 Hertha Berlin

Wolfsburg 0-0 Köln

RB Leipzig 1-0 Dortmund




Fleiri fréttir

Sjá meira


×