Enski boltinn

Nýliðarnir náðu stigi gegn meisturunum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
vísir/getty
Nýliðar Burnley stöðvuðu sigurgöngu Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðin gerðu jafntefli 2-2 á Ethiad vellinum í Manchester.

David Silva kom City yfir á 23. mínútu og tíu mínútum síðar bætti Fernandinho öðru  marki við og þannig var staðan í hálfleik.

George Boyd minnkaði muninn á annarri mínútu seinni hálfleiks og þegar níu mínútur voru til leiksloka jafnaði Ashley Barnes metin.

Manchester City varð af gullnu tækifæri til að minnka forystu Chelsea á toppi deildarinnar niður í aðeins eitt stig en enn munar þremur stigum á liðunum því fyrr í dag gerði Chelsea jafntefli við Southampton.

Burnley er í næst neðsta sæti deildarinnar með 19 stig þegar deildin er hálfnuð.

City hefði getað unnið tíunda leik sinn í röð í öllum keppnum og bætt félagsmet sem liðið jafnaði á annan í jólum þegar liðið vann níunda leikinn í röð, þar af sjöunda í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×