Enski boltinn

Nýliðarnir fá reynslubolta í vörnina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Distin hefur lengi verið í hópi traustustu miðvarða ensku úrvalsdeildarinnar.
Distin hefur lengi verið í hópi traustustu miðvarða ensku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty
Franski varnarmaðurinn Sylvain Distin er genginn í raðir Bournemouth frá Everton.

Hinn 37 ára gamli Distin kemur á frjálsri sölu til Bournemouth sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni.

Distin hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni síðan 2001 en enginn erlendur útispilari hefur leikið fleiri leiki í deildinni.

Bournemouth er fimmta liðið sem Distin spilar fyrir í úrvalsdeildinni á eftir Newcastle, Manchester City, Portsmouth og Everton.

Sjá einnig: Bournemouth borga metfé fyrir góðhjartaðan bakvörð.

Bournemouth hefur verið duglegt á félagaskiptamarkaðnum í sumar en Distin er fimmti leikmaðurinn sem liðið fær, auk þess sem Christian Atsu kom á árslöngum lánssamningi frá Chelsea.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×