Enski boltinn

Nýliðar Norwich bæta við sig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brady skoraði 14 mörk í 124 leikjum fyrir Hull.
Brady skoraði 14 mörk í 124 leikjum fyrir Hull. vísir/getty
Nýliðar Norwich í ensku úrvalsdeildinni hafa greitt Hull City sjö milljónir punda fyrir kantmanninn Robbie Brady.

Brady, sem er uppalinn hjá Manchester United, lék 27 leiki þegar Hull féll úr úrvalsdeildinni í fyrra.

„Hann er kraftmikill og er með frábæran vinstri fót,“ sagði Alex Neil, knattspyrnustjóri Norwich um nýjasta leikmann félagsins.

„Hann passar fullkomlega inn í hópinn hjá okkur. Vonandi getur hann sýnt hvað í honum býr hjá okkur.“

Brady hefur skorað þrjú mörk í 13 leikjum fyrir írska landsliðið.

Norwich hefur einnig fengið bakvörðinn Andre Wisdom að láni frá Liverpool. Lánssamningurinn gildir út tímabilið.

Wisdom, sem hefur leikið fyrir yngri landslið Englands, var lánaður til West Brom á síðasta tímabili og lék 24 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Mulumbu til nýliðanna

Nýliðar Norwich City í ensku úrvalsdeildinni hafa samið við miðjumanninn Youssouf Mulumbu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×