Lífið

Nýjustu plötu Bjarkar lekið á netið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ekki góðar fréttir fyrir Björk.
Ekki góðar fréttir fyrir Björk. vísir/getty
Nýjasta platan frá Björk, Vulnicura, kemur út í mars en fram kemur í erlendum miðlum að plötunni hafi nú þegar verið lekið á netið.

Björk heldur nokkra tónleika í New York eftir að platan kemur út. Níu lög verða á plötunni, þar á meðal Stonemikler, Lionsong, Atom Dance og Quicksand. Upptökustjórar verða Arca, sem hefur unnið með Kanye West og FKA Twigs, og The Haxan Cloak.

Sex af lögunum á plötunni samdi Björk ein, tvö með Arca og eitt með John Flynn. Söngkonan annaðist sjálf strengjaútsetningar.

Hér að neðan má sjá uppröðun laganna á plötu Bjarkar: 

01 “Stone Milker” (6:49)

02 “Lion Song” (6:16)

03 “History Of Touches” (2:56)

04 “Black Lake” (10:04)

05 “Family” (7:57)

06 “NotGet” (6:23)

07 “Atom Dance” (Feat. Antony Hegarty) (8:08)

08 “Mouth Mantra” (6:06)

09 “Quicksand” (3:48)


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×