Heilsa

Nýjustu niðurstöður úr rannsókn á gervisykri

Rikka skrifar
Hitaeiningalaus sætuefni eru ein algengustu aukaefnin sem notuð eru í matvælaframleiðslu í heiminum í dag. Þau hafa hingað til verin talin skaðlaus þrátt fyrir gagnrýnisraddir sem sífellt verða háværari.

Í liðinni viku birti Nature, alþjóðlegt tímarit um vísindi, niðurstöður úr merkilegri og vandaðri rannsókn um áhrif gervisykurs á brenglað sykurþol eða forstig sykursýki í bæði mönnum og músum. Rannsóknin var gerð á sætuefnunum sakkarín, súkralósi og aspartam og sýnir sláandi niðurstöður sem ekki hafa komið fram á sjónarsviðið fyrr.

Mýs sem innbyrgðu reglulega gervisykur fengu brenglað sykurþol og var ástæðuna fyrir því að finna í breyttri þarmaflóru músanna. Tilraunin var sem fyrr segir einnig gerð á mönnum og fengu sjö einstaklingar það verkefni að innbyrða töluvert magn af gervisykri í ákveðin tíma. Tilraunin leiddi áþekka niðurstöðu í ljós og í músunum en fjórir einstaklingar af þessum sjö fengu sykurbrenglun.

"Rannsókn þessi er mjög athyglisverð. Niðurstöður um hugsanleg áhrif gervisykurs eru sannfærandi og eru í takt við margar nýlegar rannsóknir um mikilvægi bakteríuflóru garnanna í margvísilegum sjúkdómum.  

Þó svo að þessi vísindarannsókn hafi beint sjónum að áhrifum gervisykurs bæði í músum og mönnum þá er rétt að bíða eftir nánari rannsóknum á mönnum áður en við getum fullyrt um hugsanleg neikvæð áhrif.

En engu að síður mjög áhugavert og mikilvægt framlag til að auka skilningi okkar á áhrifum þessara efnasambanda á mannslíkamann.” segir Magnús Karl Magnússon, prófessor og forseti læknadeildar Háskóla Íslands.

Fyrir þá sem að vilja kynna sér rannsóknina til hlítar geta lesið hana hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×