Innlent

Nýju kopparnir bara plastrusl

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Yfir tvö hundruð hjólkoppar úr fórum frægasta koppasala landsins, Þorvaldar Norðdahl, eða Valda Koppasala líkt og hann er jafnan kallaður, eru nú til sýnis í húsakynnum Krúser-klúbbsins að Höfðabakka 9 í Reykjavík.

Sýningin var opnuð í gær og aftur næsta fimmtudag frá klukkan 19-23. Valdi tók á móti gestum í gærkvöldi og flutti ávarp, ásamt því sem hann valdi tónlist sem hann telur við hæfi fyrir þessi kvöld og tengjast liðinni tíð eins og kopparnir.

Valdi hefur komið upp einstöku safni.vísir/ernir
Kvöldfréttir Stöðvar 2 litu við hjá Valda í gær. Aðspurður sagðist Valdi hafa átt í smávægilegum erfiðleikum með að velja hvaða koppar yrðu til sýnis. „Erfitt að velja? Jú það var hrikalegt. Nei það var ekkert erfitt, ég á svo mikið. Fulla skemmu af alls konar rusli,“ sagði hann.

Valdi segist jafnframt eiga erfitt með að segja til um hver hans uppáhalds koppur sé, en segir hjólkopp af Ford 56 þó ofarlega í huga. Gömlu kopparnir séu hins vegar flottastir. „Þessir nýju, það er bara eitthvað plastrusl á þeim;“ svaraði hann.

Aðspurður hversu marga koppa hann hafi handleikið um ævina sagði hann: „Þetta er hrikaleg spurning, nei en vinur minn hann Óli er búinn að telja koppana og þeir eru 220 talsins.“

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, leit við hjá Valda í gær og tók meðfylgjandi myndir. Þá má sjá viðtalið við Valda í spilaranum efst í fréttinni.

Sýningin er haldin í húsakynnum Krúser-klúbbsins að Höfðabakka 9 í Reykjavík.vísir/ernir
Valdi flutti ávarp í tilefni opnunarinnar í gærkvöldi.vísir/ernir
Sýningin verður opin gestum og gangandi næsta fimmtudagskvöld.vísir/ernir
vísir/ernir
Þorvaldur Norðdahl, eða Valdi koppasali.vísir/ernir

Tengdar fréttir

Valdi koppasali undirbýr sýningu

Í yfir hálfa öld hefur Valdi koppasali selt hjólkoppa við Suðurlandsveg. Þótt viðskiptin séu lítil í dag er Þorvaldur Norðdahl enn með hugann við koppana. Hann undirbýr nú sýningu á mestu djásnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×