Innlent

Nýjasti milljónamæringur Íslands þorði ekki að fagna fyrr en síminn hringdi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjórði stærsti bónusvinningur frá upphafi.
Fjórði stærsti bónusvinningur frá upphafi. vísir/valli
Bónusvinningurinn í Víkingalottóinu var kominn upp í rúmlega 38.4 milljónir þegar hann gekk út í síðustu viku en það er fjórði stærsti bónusvinningur frá upphafi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Eigandi vinningsmiðans hefur verið í áskrift í nokkur ár og var nokkurn veginn viss um þetta væru tölurnar hans sem hann heyrði lesnar upp í útdrættinum. Hann þorði þó ekki að fagna fyrr en hann var búinn að frá símtalið góða frá starfsfólki Getspár sem staðfesti það sem hann þorði varla að trúa, að hann væri búinn að vinna 38,4 skattfrjálsar milljónir í Víkingalottóinu.   

Vinningshafinn, sem er fjölskyldumaður á miðjum aldri, ætlar sér að halda áfram að styrkja góð málefni með því að spila í Víkingalottói  og segir það ekki skemma fyrir að eiga vinningsvon í leiðinni. Vinningshafinn hyggst bjóða fjölskyldunni í góðan veiðitúr í sumar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×