Enski boltinn

Nýjar reglur um miðaverð í ensku úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmaður Liverpool.
Stuðningsmaður Liverpool. Vísir/Getty
Stuðningsmenn ensku úrvalsdeildarliðinna fagna örugglega nýjum reglum því nú er komið hámark á miðverð fyrir stuðningsmenn gestaliðanna.

Enska úrvalsdeildin hefur samþykkt nýjar reglur sem taka í gildi frá og með næsta keppnistímabili.

Miðverðið má ekki fara yfir 30 pund eða rétt rúmlega 5500 krónur íslenskar. Þessi nýja regla verður í gildi næstu þrjár leiktíðir.

Öll liðin í ensku úrvalsdeildinni hafa samþykkt þetta hámark sem og að það verði gert meira í því að hjálpa stuðningsmönnum liðanna að sækja útileiki.

Umræðan um hátt miðaverð á fótboltaleiki í Englandi hefur verið hávær að undanförnu og stuðningsmenn Liverpool fengu það í gegn á dögunum að félagið hætti við að hækka miðaverð upp úr öllu veldi.


Tengdar fréttir

Eigendur Liverpool játuðu sig sigraða

Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu ekki sigri í síðasta leik liðsins en þeir geta aftur á móti fagnað sigri á móti eigendum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×