Innlent

Nýjar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri VÍ
Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri VÍ VÍSIR/VALLI
Nýjar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja hafa nú verið gefnar út í fimmta skipti á Íslandi. Útgáfuaðilar eru Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland.

Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á leiðbeiningunum frá fyrri útgáfu þeirra, til dæmis var lögð áhersla á að gera þær skýrari og notendavænni.

Leiðbeiningunum er ætlað að stuðla að góðum stjórnarháttum með því að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja og auðvelda þeim þannig að rækja störf sín og um leið treysta hag hluthafa, fjárfesta og annarra hagsmunaaðila. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×