Viðskipti innlent

Nýjar íbúðir anni ekki eftirspurn

Haraldur Guðmundsson skrifar
Rúmlega tvö þúsund íbúðir á öllum byggingarstigum eru nú í byggingu.
Rúmlega tvö þúsund íbúðir á öllum byggingarstigum eru nú í byggingu. Vísir/Daníel
Samtök iðnaðarins (SI) sjá engin merki um þenslu á íbúðamarkaði. Fjöldi íbúða í byggingu er samkvæmt nýrri talningu samtakanna töluvert undir árlegri þörf markaðarins.

„Ef horft er til þess að 1.500-1.800 íbúðir þurfi árlega ættu rúmlega þrjú þúsund íbúðir að vera í byggingu núna en þær eru einungis 2.017 á öllum byggingarstigum. Er þá miðað við að byggingartími sé 24 mánuðir,“ segir í frétt á vef SI.

Þar segir að 891 íbúð, á nokkrum byggingarstigum, frá fokheldum til fullbúinna eigna, sé nú í byggingu.

„Síðustu ár hefur megináherslan verið lögð á stærri eignir og hefur það skapað þörf fyrir smærri eignir. Þetta kom berlega í ljós fyrir stuttu þegar 25 litlar íbúðir án bílakjallara seldust upp á einum sólarhring,“ segir í frétt SI.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×