Viðskipti erlent

Nýjar höfuðstöðvar Apple nota eingöngu endurnýjanlega orku

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Apple
Apple hefur birt nýtt myndband sem sýna á fram á hve umhverfisvænar nýju höfuðstöðvar fyrirtækisins eru. Meðal annars nýtir húsnæðið 30 prósent minni orku en sambærileg skrifstofuhúsnæði og mun nýta sólarorku og aðra endurnýjanlega orkugjafa.

Nafn höfuðstöðvanna er Apple Campus 2.

Markmiðið er að byggja skrifstofuhúsnæði sem gefur ekki vott af gróðurhúsalofttegundum frá sér, en húsið á að vera tilbúið til notkunar árið 2016.

Frá þessu er sagt á vef TechCrunch, þar sem hægt er að sjá myndir af húsinu, en myndbandið er hægt að sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×