FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 07:00

Blekking

SKOĐANIR

Nýja Domino´s deildarliđiđ fékk rasskell á Hlíđarenda

 
Körfubolti
17:50 05. MARS 2017
Valsmenn voru í stuđi í dag.
Valsmenn voru í stuđi í dag. VÍSIR/ANTON

Hattarmenn fengu stóran skell í dag í fyrsta leik sínum eftir að liðið tryggði sér sæti meðal þeirra bestu á nýjan leik.

Höttur tryggðu sér sæti í Domino´s deild karla í körfubolta með sigri á Ármanni á föstudagskvöldið en þeir voru skotnir niður á jörðina á Hlíðarenda í dag.

Valsmenn, sem eru í 3. sæti 1. deildar karla, unnu 34 stiga sigur á Hetti, 118-84, en úrslitin skiptu Hattarliðið ekki máli því liðið er þegar búið að tryggja sér sigurinn í 1. deildinni.

Valsmenn eru aftur á móti á leiðinni í úrslitakeppnina þar sem liðin í 2. til 5. sæti berjast um hinn farseðilinn upp í Domino´s deildina.

Urald King skoraði 22 stig og tók 15 fráköst fyrir Valsliðið og Austin Magnus Bracey var með 22 stig og 8 stoðsendingar.

Það voru fleiri Valsmenn að spila vel, Oddur Birnir Pétursson skoraði 17 stig, Birgir Björn Pétursson var með 14 stig og Illugi Auðunsson skoraði 12 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.

Ragnar Gerald Albertsson skoraði 22 stig fyrir Hött og Aaron Moss var með 21 stig og 8 stoðsendingar.

Valsmenn unnu alla þrjá leiki sína á móti Hetti á tímabilinu en það dugði skammt því Hlíðarendapiltar hafa tapað fimm leikjum á móti öðrum liðum deildarinnar.

Tapleikirnir þrír hjá Hetti á móti Val eru aftur á móti einu tapleikir þeirra í 1. deildinni í vetur.


Valur-Höttur 118-84 (28-26, 34-19, 32-19, 24-20)

Valur: Urald King 22/15 fráköst, Austin Magnus Bracey 22/5 fráköst/8 stoðsendingar, Oddur Birnir Pétursson 17, Birgir Björn Pétursson 14/5 fráköst, Illugi Auðunsson 12/10 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Páll Stefánsson 10, Sigurður Dagur Sturluson 10/5 stoðsendingar, Benedikt Blöndal 9, Gunnar Andri Viðarsson 2.

Höttur: Ragnar Gerald Albertsson 22/8 fráköst, Aaron Moss 21/6 fráköst/8 stoðsendingar, Mirko Stefan Virijevic 12/3 varin skot, Hreinn Gunnar Birgisson 7, Nökkvi Jarl Óskarsson 6, Gísli Þórarinn Hallsson 6, Sigmar Hákonarson 5/4 fráköst, Vidar Orn Hafsteinsson 5.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Nýja Domino´s deildarliđiđ fékk rasskell á Hlíđarenda
Fara efst