Innlent

Nýir tvísköttunar-og upplýsingaskiptasamningar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Samningarnir koma að mestu leyti til framkvæmda þann 1. janúar næstkomandi.
Samningarnir koma að mestu leyti til framkvæmda þann 1. janúar næstkomandi. Vísir/Anton Brink
Tveir tvísköttunarsamningar koma til framkvæmda þann 1. janúar næstkomandi. Annar samninganna er nýr, hann er við Kýpur, en hinn er endurnýjaður samningur við Bretland. Sá samningur kemur í stað samnings frá 1991.

Þá voru tveir upplýsingaskiptasamningar fullgiltir á árinu. Samningur við Marshall-eyjar var fullgiltur þann 30. ágúst síðastliðinn og samningur við Niue þann 21. júní.

Samningarnir komu strax til framkvæmda við fullgildingu að því er varðar refsiverð skattlagabrot. Önnur  málefni samninganna koma til framkvæmda 1. janúar 2015, að því er fram kemur í tilkynningu frá fjármála-og efnahagsráðuneytinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×