Viðskipti innlent

Nýir starfsmenn Icelandic Group

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Andrés Björnsson.
Andrés Björnsson.
Fram kemur í tilkynningu frá Icelandic Group að Andrés Björnsson hafi verið ráðinn forstöðumaður flutningamála og gæðastjórnunar hjá fyrirtækinu. Andrés er með B.S. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og Executive MBA frá Háskólanum í Reykjavík.

Andrés hefur starfað hjá Samskipum hf. frá árinu 2000, nú síðast sem forstöðumaður ferla og þróunar. Hann tekur til starfa hjá Icelandic Group í nóvember.

Þá hafa Árni Þór Snorrason og Helga Franklínsdóttir verið ráðin í Gæðaeftirlit Icelandic Group.

Árni Þór er reyndur gæðaeftirlitsmaður en hann starfaði við gæðadeild Icelandic á árunum 1994-2006. Helga er með mastersgráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands og B.S. í líffræði frá Auburn háskólanum í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×