Lífið

Nýir íslenskir þættir um kvikmyndir

Tinni Sveinsson skrifar
Kóreska kvikmyndin The Host var tekin fyrir í síðasta þætti Myndvarps.
Kóreska kvikmyndin The Host var tekin fyrir í síðasta þætti Myndvarps.

Kvikmyndaneminn Ari Gunnar Þorsteinsson heldur úti síðunni Myndvarp þar sem hann gerir netútvarpsþætti um kvikmyndir. Þetta eru skemmtilegir þættir þar sem Ari Gunnar fer yfir ýmislegt tengt kvikmyndum og fjallar um allt frá glænýjum myndum yfir í þær eldri.

„Markmiðið er vera með góða blöndu af gagnrýni og umfjöllun og benda á áhugaverðar myndir sem gætu hafa farið framhjá fólki. Einnig að taka fyrir viss umfjöllunarefni og fjalla ítarlega um þau," segir Ari Gunnar sem tekur þættina upp í íbúð sinni í Gautaborg.

Myndvarp kemur út á hverjum miðvikudegi og eru tíu þættir komnir í loftið. Í næsta þætti verður Tim Burton tekinn fyrir. Barnamyndir, skrímslamyndir, ofurhetjumyndir og samband Hollywood-mynda við íslenska kvikmyndagerð eru á meðal þess efnis sem tekið hefur verið fyrir í Myndvarpi.

Þá hefur Ari einnig tekið viðtöl við Ásgeir Erlendsson sjónvarpsmann og kvikmyndagerðarmennina Baldvin Kára og Erling Óttar, sem halda einmitt úti síðunni Gin og Tónik og gera þar einnig þætti.

Slóðin á síðuna er myndvarp.libsyn.com en Ari heldur einig úti Facebook-síðu og síðu í iTunes.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×