Innlent

Nýir gengislánadómar: „Þetta hefur gríðarleg áhrif“

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hæstiréttur gerir Lýsingu að endurreikna gengislán.
Hæstiréttur gerir Lýsingu að endurreikna gengislán.
Lýsing tapaði í dag tveimur dómsmálum vegna gengistryggðra lána. Málin gefa fordæmi í um fjögur hundruð öðrum málum. Lögmaður konu sem höfðaði annað málið segir að allar varnir Lýsingar hafi fallið.



„Þetta eru endanlegir dómar en við eigum eftir að fara í stórt uppgjör við Lýsingu en við erum með á annað hundrað mál gegn þeim fyrir héraðsdómi,“ segir Jóhannes Stefán Ólafsson, lögmaður sem flutti annað málið. „Þetta hefur gríðarleg áhrif.“



Annar dómurinn var í máli Stefaníu Snorradóttur en Lýsing vildi ekki endurreikna lán hennar þar sem hún hefði ekki alltaf staðið í skilum á réttum tíma. Dómruinn taldi hinsvegar að vanskil hennar gætu ekki staðið í vegi endurkröfu.



„Þar sem Stefanía á rétt á leiðréttingu á þetta við lang stærstan hluta af lántakendunum,“ segir Jóhannes Stefán. „Allar varnirnar hjá Lýsingu eru búnar.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×