Viðskipti innlent

Nýir framkvæmdastjórar hjá Tryggingamiðstöðinni

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Kjartan Vilhjálmsson og Björk Viðarsdóttir
Kjartan Vilhjálmsson og Björk Viðarsdóttir
Björk Viðarsdóttir, sem hefur gegnt starfi forstöðumanns persónutjóna TM síðastliðin sex ár, tekur við starfi framkvæmdastjóra tjónaþjóustu félagsins frá og með 1. september næstkomandi. Hún tekur við af Kjartani Vilhjálmssyni, en hann tekur nú við sem framkvæmdastjóri einstaklingsráðgjafar og markaðsmála hjá TM. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggingamiðstöðinni.

Björk er fædd árið 1978. Hún útskrifaðist sem Cand. jur. frá lagadeild Háskóla Íslands í júní 2004 og lauk málflutningsprófi fyrir héraðsdómi 2009. Hún starfaði hjá Útlendingastofnun á árunum 2005 – 2007, sem lögfræðingur og síðar forstöðumaður. Björk hóf störf hjá TM í ágúst 2008 sem lögfræðingur í tjónaþjónustu félagsins en hefur gegnt starfi forstöðumanns persónutjóna frá 2010.

Kjartan er 39 ára að aldri. Hann útskrifaðist sem Cand. jur. frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2005 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 2006. Kjartan hefur starfað hjá TM frá 2005, fyrst sem lögfræðingur tjónaþjónustu og síðar sem deildarstjóri líkamstjóna. Kjartan hefur verið framkvæmdastjóri tjónaþjónustu TM frá maí 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×