Viðskipti innlent

Nýir fjárfestar til liðs við Ígló&Indí

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðrún Tinna Ólafsdóttir, Helga Ólafsdóttir og Svanhildur Vigfúsdóttir.
Guðrún Tinna Ólafsdóttir, Helga Ólafsdóttir og Svanhildur Vigfúsdóttir.
Félag í eigu Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar Arnar Þórðarsonar hefur keypt hlut í íslenska barnafatafyrirtækinu Ígló&Indí en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Ígló&Indí er íslenskt barnafatafyrirtæki sem stofnað var í byrjun október 2008 en stofnandi og yfirhönnuður er Helga Ólafsdóttir og framkvæmdastjóri er Guðrún Tinna Ólafsdóttir.

Á skrifstofu Ígló&Indí starfa 8 manns og 13 manns í verslunum fyrirtækisins.

Fyrirtækið hefur hannað og framleitt 13 barnafatalínur sem mælst hafa vel fyrir hjá foreldrum hérlendis og víðar. Vörulínurnar innihalda hversdagsföt, spariföt og flísklæðnað fyrir börn á aldrinum 0-12 ára.

Ígló&Indí rekur í dag eigin verslanir í Kringlunni, á Skólavörðustíg 4 og vefverslun. Til viðbótar eru fatnaður Ígló&Indí seldur í 13 öðrum verslunum um allt Ísland, meðal annars í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli.

Hlutafjáraukningunni er ætlað að styrkja fyrirtækið í að auka vöruframboð fyrirtækisins til núverandi og nýrra viðskiptavina, ekki síst með útflutning í huga, en vörur fyrirtækisins eru nú þegar seldar í um 40 verslunum í 11 löndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×