Enski boltinn

Nýi maðurinn skoraði er Aston Villa fór áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carles Gil fagnar sínu fyrsta marki fyrir Aston Villa.
Carles Gil fagnar sínu fyrsta marki fyrir Aston Villa. vísir/getty
Á Villa Park í dag - í 4. umferð ensku bikarkeppninnar - mættust liðim sem hafa skorað flest og fæst mörk í ensku deildarkeppninni í vetur; Aston Villa og Bournemouth.

Sóknarleikur Aston Villa hefur verið skelfilegur í vetur, enda hefur liðið aðeins skorað 11 mörk í ensku úrvalsdeildinni.

Það gekk þó vetur upp við markið í dag gegn Bournemouth sem hefur raðað inn mörkunum (57) í B-deildinni.

Spænski miðjumaðurinn Carles Gil, sem er nýgenginn í raðir Villa, kom liðinu yfir á 50. mínútu og Austurríkismaðurinn Andreas Weimann bætti öðru marki við á 70. mínútu.

Callum Wilson minnkaði muninn á lokamínútunni en nær komust gestirnir ekki. Lokatölur 2-1 fyrir Aston Villa sem er komið áfram í 5. umferð bikarkeppninnar.


Tengdar fréttir

D-deildarlið Cambridge United fær annan leik á Old Trafford

Manchester United tókst ekki að vinna Cambridge United í fyrsta leiknum í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í kvöld. Liðin gerðu markalaust jafntefli og því verður annar leikur á Old Trafford eftir tíu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×