Fótbolti

Nýi maðurinn ekki með gegn Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Merkel verður ekki með gegn Íslandi.
Alexander Merkel verður ekki með gegn Íslandi. Vísir/Getty
Alexander Merkel, sem var nýlega valinn í landsliðshóp Kasakstan í fyrsta sinn, verður ekki með er liðið mætir Íslandi í undankeppni EM 2016 á laugardag.

Merkel hefur ekki spilað með félagsliði sínu, Grashoppers í Sviss, síðan í september og er ekki leikfær samkvæmt upplýsingum fjölmiðla í Kasakstan.

Zhakyp Kozhamberdy, leikmaður FC Taraz í Kasakstan, hefur verið kallaður inn í hópinn í stað Merkel.

Merkel gaf nýverið kost á sér í landslið Kasakstan en hann fæddist þar og fluttist svo til Þýskalands sex ára gamall. Foreldrar hans eiga rætur að rekja til Þýskalands og spilaði hann með öllum yngri landsliðum Þjóðverja.

Hann var einungis sextán ára gamall þegar hann samdi við AC Milan árið 2008 og spilaði hann níu leiki með félaginu. Hann var á mála hjá Genoa frá 2011 til 2013 en var þá seldur til Udinese.

Hann leikur nú með Grashopper sem lánsmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×