Erlent

Nýfundin engispretta nefnd eftir Sir David Attenborough

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Sir David er heimsfrægur fyrir náttúrulífsþætti sína.
Sir David er heimsfrægur fyrir náttúrulífsþætti sína. Vísir/AFP
20 milljón ára gömul engispretta sem fundin var frosin í rafi hefur verið nefnd eftir dýralífsþáttaþulnum góðkunna Sir David Attenborough.  Telegraph segir frá.

Skordýrið fannst í dóminíska lýðveldinu fyrir fimmtíu árum, en aðeins nýlega var því gefið nafn. Engisprettan fannst í rafi, en að sögn líffræðings er það tiltölulega sjaldgæft.

Einnig vakti það athygli að þessi tegund hefur einskis nýta vængi, ólíkt nútímaengisprettum. Það þýðir að vængirnir voru líklegast á hverfanda hveli á þessum tímapunkti í þróunarsögu skordýrsins. Þessi staðreynd getur sagt vísindamönnum ýmislegt um þróun engispretta í samræmi við umhverfið.

Nafnið er Electrotettix attenboroughi. Nafnið er samsett úr orðunum "electrum" sem á latínu þýðir raf, og "tettix", sem er gríska fyrir engispretta. Seinni hluti nafnsins, attenboroughi, vísar svo til náttúrulífsmyndaþularins sem allir þekkja.

Hér fyrir neðan má svo sjá myndband af Sir Attenborough þar sem hann talar inn á mynd um ýmis konar pöddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×