Lífið

NYC kemur fram á hátíðinni Við Djúpið

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
New England Conservatory Youth Philhamonic Orchestra
New England Conservatory Youth Philhamonic Orchestra mynd/nyc
New England Conservatory Youth Philhamonic Orchestra opnar 12. tónlistarhátíðina Við Djúpið en hátíðin fer fram dagana 23. - 28. júní í sumar. Á opnunartónleikum hátíðarinnar leikur New England Conservatory Youth Philhamonic Orchestra (NEC YPO). Nemendur í hljómsveitinni koma einni fram á stuttum hádegistónleikum á hátíðinni sem eru opnir almenningi.

New England Conservatory tónlistarskólinn í Boston er einn sá allra virtasti í Bandaríkjunum og koma margir af fremstu tónlistarmönnum heims úr skólanum sem og nokkrir af fremstu tónlistarmönnum Íslands. Þess má geta að Ari Þór Vilhjálmsson, fiðluleikari, nam við skólan og lék með hljómsveitinni og kemur fram með hljómsveitinni á Íslandi.

Til gamans má geta þess að einn af aðalkennurum tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið í ár, ópbóleikarinn James Austin Smith, lék einmitt með hljómsveitinni á námsárum sínum í Boston.

Dagskrá tónlistarhátíðarinnar í heild verður kynnt á næstu dögum.

Þess má geta að NEC YPO kemur einnig fram á Akureyri og í Reykjavík meðan á ferðalagi þeirra til Íslands stendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×