Innlent

Nýbúum fjölgaði hérlendis milli ára

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Stærstur hluti nýbúa kemur hingað til lands með flugi.
Stærstur hluti nýbúa kemur hingað til lands með flugi. vísir/gva
Erlendum ríkisborgurum hér á landi fjölgaði um 9,4% frá árinu 2013 til 2014. Í ársbyrjun síðasta árs voru þeir 22.744 en höfðu verið 21.446 í upphafi ársins 2013. Hlutfall erlendra ríkisborgara af íbúafjölda Íslands er áþekkt því sem þekkist í Svíþjóð. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Fjölmenningarseturs.

Flestir innflytjendur hérlendis koma frá Póllandi eða tæplega helmingur þeirra. Næstflestir koma frá Litháen, vel á annað þúsund, en þar á eftir koma Danir og Þjóðverjar. Athyglisvert er að þrefalt fleiri konur en karlar af þýskum uppruna búa hér á landi.

Árið 2013 hlutu 597 einstaklingar ríkisborgararétt, þar af voru 359 konur. Langflestir innflytjendanna búa í Reykjavík, 14.091, en hlutfallslega búa flestir á Vesfjörðum og Suðurnesjum.

Af þeim tæplega 23.000 innflytjendum sem höfðust við hér á landi árið 2013 voru um fimmtánþúsund á vinnumarkaði. Atvinnuleysi á landinu á þeim tíma ældist að meðaltali 3,5% en var tvöfalt hærra hjá erlendum ríkisborgurum og þrefalt hærra hjá Pólverjum.

Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.


Tengdar fréttir

Nýtt nafn fyrir betri möguleika á atvinnu

Patrycja Wittstock Einarsdóttir skipti um eftirnafn til þess að eiga meiri möguleika í atvinnulífinu. Formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna segir hulda fordóma vera í samfélaginu gagnvart fólki með erlend nöfn og það fái síður tækifæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×