Erlent

Nýbökuð móðir setti barnið ofan í göturæsi

Nýbökuð móðir í Ástralíu hefur verið ákærð fyrir morðtilraun en hún er sökuð um að hafa borið nýfætt barn sitt út. Konan skildi barnið eftir í göturæsi í stórborginni Sidney og svo virðist sem þar hafi það verið í heila fimm daga áður en það fannst. Ótrúlegt þykir að barnið skuli hafa haldið lífi.

Mikil mildi þykir að barnið hafi fundist en hjólreiðamenn sem átti leið hjá ræsinu heyrðu barnsgrát og þegar þeir drógu lokið af ræsinu blasti barnið við á tæplega þriggja metra dýpi undir götunni, vafið inn í teppi frá spítalanum þar sem það fæddist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×