Innlent

Ný uppskera brennd og möluð

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra og Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ, gáfu kaffi Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi góða einkunn.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra og Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ, gáfu kaffi Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi góða einkunn. Fréttablaðið/MHH
Ráðherrarnir Sigurður Ingi Jóhannsson og Illugi Gunnarsson, ásamt Ágústi Sigurðssyni, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, notuðu tækifærið í gær, sumardaginn fyrsta, og skáluðu í íslensku kaffi á opnu húsi Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi.

„Nýlega kom í hús önnur uppskera af kaffi úr bananahúsi skólans,“ segir á vef Garðyrkjuskólans, en kaffið er brennt og malað á staðnum. Ráðherrarnir og rektor gáfu kaffinu sínu bestu einkunn.

Garðyrkjuskólinn fagnar 75 ára afmæli í ár og margt var að sjá á opnu húsi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×