Innlent

Ný tjörn myndaðist í miðbæ Reykjavíkur í dag

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Vinnumaður fluttur á milli staða yfir vatnið í dag með gröfu.
Vinnumaður fluttur á milli staða yfir vatnið í dag með gröfu. Vísir/Hjalti Hannesson
Úrhellisrigning hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag. Rigningarskúrarnir hafa komið í bylgjum og hafa margir eflaust lent í hellidembu á göngu sinni um miðbæinn í dag.

Hjalti Hannesson ljósmyndari var einn þeirra sem átti leið um miðbæinn í dag og rakst á afar sérstaka sjón þegar hann átti leið fram hjá Geirsgötuplani.  Þar standa nú yfir framkvæmdir þar sem verið er að grafa grunn fyrir nýju verslunarhúsnæði en þar safnaðist mikið vatn fyrir í dag. Vatnsmagnið var slíkt að vinnumenn á svæðinu þurftu að grípa til sérstakra ráðstafanna vegna þess eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Gröfurnar á svæðinu fengu því nýtt hlutverk í dag og voru nýttar til þess að ferja menn yfir vatnið sem myndast hafði í grunninum. Magnið var slíkt að nánast væri hægt að tala um nýja tjörn í miðbænum.

Magnið af vatni í grunninum á Geirsgötuplani var slíkt að nánast var hægt að tala um nýja tjörn í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/Hjalti Hannesson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×