Erlent

Ný þriggja flokka stjórn á Grænlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Kim Kielsen, formaður Siumut, mun áfram gegna embætti forsætisráðherra.
Kim Kielsen, formaður Siumut, mun áfram gegna embætti forsætisráðherra. Vísir/AFP
Ný þriggja flokka samsteypustjórn hefur verið mynduð á Grænlandi. Flokkarnir Siumut, Inuit Ataqatigiit og Partii Naleraq hafa ákveðið að taka höndum saman.

Í frétt KNR segir að Kim Kielsen, formaður Siumut, muni áfram gegna embætti forsætisráðherra, en hann tók við embættinu árið 2014.

Demókrataflokkurinn og Atassut mynduðu áður meirihluta með Siumut-flokknum, en verða nú í stjórnarandstöðu.

Stjórnarflokkarnir eru nú með öruggan meirihluta á grænlenska þinginu, eða með 25 þingmenn af 31.

Siumut fær fimm ráðherra í landsstjórninni, en Inuit Ataqatigiit þrjá og Partii Naleraq einn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×