Erlent

Ný taktík til bjargar Gävle-hafrinum

Atli Ísleifsson skrifar
Gävlehafurinn lifir sjaldnast aðventuna af.
Gävlehafurinn lifir sjaldnast aðventuna af. Vísir/AFP
Jólahafursnefnd Gävleborgar í Svíþjóð hyggst beita nýjum ráðum til að bjarga hafrinum sem komið er upp á hverju ári á einu torgi borgarinnar í aðdraganda jóla. Jólahafri var fyrst komið upp fyrir jólin 1966, en hann hefur oftast verið brenndur eða eyðilagður á annan hátt.

Nefndin mun flytja biðstæði fyrir leigubíla að Slottstorginu til að fá meiri umferð í kringum hafurinn um kvöld og helgar. „Með því að fá aukna hreyfingu í kringum hafurinn má reyna að fá fólk til að hætta við að ráðast á hann,“ segir Johan Adolfsson, talsmaður nefndarinnar, sem einnig hefur ráðið öryggisverði til að gæta hafursins, þó ekki allan sólarhringinn.

Hafurinn verður vígður á Slottstorgi þann 30. nóvember næstkomandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×