Bíó og sjónvarp

Ný stikla úr París norðursins

Björn Thors fer með eitt aðalhlutverkanna í myndinni.
Björn Thors fer með eitt aðalhlutverkanna í myndinni.
Ný stikla úr kvikmyndinni París Norðursins var frumsýnd á Facebook-síðu myndarinnar í dag. Myndin verður frumsýnd 5. september.

Í stiklunni hljóðar titillag myndarinnar, sem er flutt af Prins Póló. Í dómum um myndina kemur fram að tónlistin í henni, sem er eftir Prins Póló, þykir einstaklega vel heppnuð.

Lagið var frumflutt hér á Vísi í síðustu viku og hefur nú þegar vakið mikla athygli. Tónlistarspekingar landsins, þ.á.m. Dr. Gunni, keppast við að hrósa því og segja það lag sumarsins.

Björn Thors og Helgi Björnsson fara með aðalhlutverkin í París norðursins, sem er í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar.

Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni virtu Karlovy Vary í Tékklandi og fékk frábærar viðtökur. Gríðarlega jákvæðir dómar birtust í stóru kvikmyndatímaritunum Hollywood Reporter og Screen Daily og nú hefur Variety bæst í kjölfarið:

„Myndin er byggð á meinfyndnu handriti sem hefur mikla endurgerðamöguleika” segir meðal annars í dómi Variety.

Stikluna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

París norðursins slær í gegn

Kvikmyndin París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson fær mjög góða dóma eftir heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð í Tékklandi. Hafsteinn Gunnar sagður í hópi bestu leikstjóra Evrópu.

París Norðursins sigurstrangleg í Tékklandi

Kvikmyndin París Norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar fékk frábærar viðtökur á heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð í Tékklandi í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×