SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 22:00

Fjölnismenn semja viđ króatískan miđvörđ

SPORT

Ný ríkisstjórn tekin viđ: Málefni Seđlabankans fćrast til forsćtisráđuneytisins

 
Innlent
14:45 11. JANÚAR 2017
Ráđuneyti Bjarna Benediktssonar.
Ráđuneyti Bjarna Benediktssonar. VÍSIR/ANTON

Á ríkisráðsfundi í dag þar sem forseti Íslands féllst á tillögu Bjarna Benediktssonar um skipun fyrsta ráðuneytis hans voru gerðar nokkrar breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnmálaefna milli ráðuneyta.

Samkvæmt úrskurðinum munu málefni Seðlabanka Íslands færast til forsætisráðuneytisins frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Verkefni hagskýrslugerðar og upplýsinga um landshagi, þar með talin málefni Hagstofu Íslands, færast hins vegar frá forsætisráðuneytinu til fjármálaráðuneytis.

Að auki flytjast málefni Vísinda- og tækniráðs og málefni þjóðmenningar frá forsætisráðuneytinu til mennta- og menningarmálaráðuneytis. 

Þá færast málefni Þingvallaþjóðgarðs, að undanskildum Þingvallabænum, frá forsætisráðuneytinu til umhverfis- og auðlindaráðuneytis og neytendamál færast til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá innanríkisráðuneytinu. 

Loks færast verkefni byggðamála til innanríkisráðuneytis en þau heyrðu áður undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Sjá nánar í meðfylgjandi forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna á milli ráðuneyta.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Ný ríkisstjórn tekin viđ: Málefni Seđlabankans fćrast til forsćtisráđuneytisins
Fara efst