Lífið

Ný og spennandi vintage netverslun

Marín Manda skrifar
Sigrún Guðmundsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir rekur netverslunina kizu.is frá Leipzig í Þýskalandi.

„Maður á að framkvæma hugmyndir sínar og mig hafði lengi langað að opna verslun. Það hefur komið mér mikið á óvart hversu góðar viðtökurnar hafa verið því ég vissi eiginlega ekki hvað ég var að fara út í,“ segir hin 26 ára Sigrún Guðmundsdóttir, sem opnaði netverslunina Kizu.is í síðasta mánuði.

Sigrún heldur úti bloggi og rekur verslun sína frá Leipzig í Þýskalandi þar sem hún hefur búið undanfarið ár með Árna Má Erlingssyni, kærasta sínum. Þangað fluttu þau til að sækja nýjar upplifanir og sinna myndlistar- og tónlistarhátíðinni Festisvall, sem kærasti hennar stofnaði.

Kizu.is selur sérvaldar „vintage“-flíkur sem Sigrún finnur víðsvegar á mörkuðum um borgina og segir hún að það krefjist mikillar þolinmæði. Sigrún fór á námskeið í rekstri og fjármálum í Opna háskólanum síðastliðið haust og telur það hafa verið góðan undirbúning í öllu ferlinu.

„Að hafa lært samningatækni, bókhald og verkefnastjórnum var mér góð reynsla og þótti mér mikilvægt að fylgja ákveðinni uppskrift í þessum rekstri þrátt fyrir að verslunin sé lítil eins og er. Sigrún stefnir á að bæta skóm og fylgihlutum í verslunina en eins og er nýtur hún þess að selja og dytta að flíkum sem allar hafa sína eigin sögu.

Sigrún Guðmundsdóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×