Bíó og sjónvarp

Ný og löng Star Wars stikla hefst á Íslandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Mads Mikkelsen á Íslandi.
Mads Mikkelsen á Íslandi.
Búið er að birta nýja og langa stiklu fyrir myndina Rogue One: A Star Wars Story. Stiklan hefst á atriðum sem tekin voru upp hér á landi en Rogue One fjallar um sveit uppreisnarmanna sem stelur teikningunum að Helstirninu. Hún gerist í raun áður en söguþráður New Hope byrjar.

Stiklan varpar nýju ljósi á söguþráð myndarinnar.

Myndin var meðal annars tekin upp við Hjörleifshöfða og Hafursey á Mýrdalssandi. Leikstjóri er Gareth Edwards, sem er hvað þekktastur fyrir kvikmynd sína um Godzilla. Þá leika þau Felicity Jones, Mads Mikkelsen, Forest Whitaker og fleiri í myndinni.

Hún verður frumsýnd þann 16. desember næstkomandi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×