Erlent

Ný lög í Ísrael gagnrýnd

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Netanjahú sagður vilja Palestínumenn af þingi.
Netanjahú sagður vilja Palestínumenn af þingi. vísir/epa
Ísraelska þingið hefur samþykkt harla nýstárleg lög sem gera þinginu kleift að reka þingmenn.

Þrír af hverjum fjórum þingmönnum þurfa að samþykkja brottrekstur og þurfa ekki aðra ástæðu en að vera ósammála hinum brottrekna að sögn Al Jazeera fréttastofan.

Mannréttindasamtök gagnrýna fyrirkomulagið. Palestínumenn óttast að missa alla sína þingfulltrúa.

„Þessi lög brjóta gegn öllum lýðræðisreglum og þeirri meginreglu að minnihlutahópar eigi að hafa fulltrúa á þingi,” hefur Al Jazeera eftir Mohammed Zeida, framkvæmdastjóra mannréttindasamtaka í Nasaret. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×