Innlent

Ný könnun MMR: Fylgi Pírata nú 35 prósent

Atli Ísleifsson skrifar
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata. Vísir/Pjetur
Fylgi Pírata mælist nú 35 prósent samkvæmt nýrri könnun MMR yfir fylgi stjórnmálaflokka. Fylgi flokksins hefur aukist milli kannanna en síðast mældist hann með 33,2 prósent fylgi.

„Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 23,1%, borið saman við 23,8% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 12,2%, borið saman við 10,6% í síðustu könnun. Fylgi Vinstri-grænna mældist nú 10,2%, borið saman við 12,0% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 9,6% borið saman við 9,3% í síðustu könnun. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 4,4%, borið saman við 5,6% í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist undir 2%,“ segir í frétt MMR.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 33,2 prósent en mældist 30,4 prósent í síðustu mælingu (sem lauk þann 30. júní síðastliðinn) og 31,9 prósent í maí síðastliðinn (lauk 24. júní).

Könnunin var gerð á tímabilinu 22. til 30. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×