Erlent

Ný grein á ættartré mannsins

Samúel Karl Ólason skrifar
Nýju steingervingarnir fundust einungis 35 kílómetra staðnum þar sem Lucy fannst.
Nýju steingervingarnir fundust einungis 35 kílómetra staðnum þar sem Lucy fannst. Mynd/Náttúrusafnið í Cleveland
Steingervingar sem fundust í Eþíópíu hafa leitt til þess að nýrri grein hefur verið bætt við ættartré mannsins. Fornleifafræðingar fundu kjálka og tennur í Eþíópíu fyrir fjórum árum sem eru um 3,3 til 3,5 milljóna ára gamlar. Niðurstöður rannsókna á steingervingunum sýnir fram á að annar fornfaðir mannanna bjó á sömu slóðum og á sama tíma og hin fræga Lucy.

Nýja tegundin hefur fengið nafnið Australopithecus deyiremeda, en seinna nafnið er úr tungumáli innfæddra í Eþíópíu og þýðir náinn ættingi. 

Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja að mögulega muni þessi uppgötvun leiða til nýrra rannsókna á næstu áratugum og ein af stærri spurningin sé hvernig þessar tvær tegundir hafi umgengst hvora aðra.

Nýju steingervingarnir fundust einungis 35 kílómetra staðnum þar sem Lucy fannst. Sá fundur breytti skilningi okkar á þróun mannsins.

Ekki eru þó allir sannfærðir um að þörf sé á nýju greininni. Fornleifafræðingarnir sem fundu steingervingana segja hana koma frá nýrri tegund vegna mismuna á kjálkanum sem þeir fundu og kjálka Lucy.

Fornleifafræðingurinn Tim White telur þó að kjálkinn sé frá einstaklingi af sömu tegund og Lucy. Hann segir mismunandi kjálka sem þessa vera algenga innan tegunda. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×