Erlent

Ný glæpagengi líta dagsins ljós

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Á fésbókarsíðu félagsins í Casablanca sést að sitthvað ógæfulegt hafa menn fyrir stafni.
Á fésbókarsíðu félagsins í Casablanca sést að sitthvað ógæfulegt hafa menn fyrir stafni.
Glæpagengi sem minna um margt á hin svokölluðu Maras-glæpagengi í Mið-Ameríku fara nú sem eldur í sinu um Marokkó. Fjallað er um málið í spænska dagblaðinu El País.

Í mars síðastliðnum fóru ungir menn um borgina Casablanca og ógnuðu fólki með sveðjum. Síðan þá hafa slík gengi, sem jafnan eru kölluð Tcharmile, farið um með berserksgangi í fjölda borga í Marokkó. Hafa þau og myrt fólk af handahófi að því er virðist. Þróunin vekur ugg meðal þjóðarinnar. Minnast menn þess að víða í Mið-Ameríku eru gengi á við þessi hin helsta vá þjóðfélaganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×