SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 06:28

Sebastian Vettel vann í Ástralíu

SPORT

Ný eldflaugatilraun Norđur-Kóreu til marks um árangur

 
Erlent
10:35 20. MARS 2017
Norđur-Kórea gerđi í gćr tilraun međ nýjan eldflaugarhreyfil sem nágrannar ţeirra í suđri segja til marks um „ţýđingarmikinn árangur“.
Norđur-Kórea gerđi í gćr tilraun međ nýjan eldflaugarhreyfil sem nágrannar ţeirra í suđri segja til marks um „ţýđingarmikinn árangur“. KCNA

Norður-Kórea gerði í gær tilraun með nýjan eldflaugarhreyfil sem nágrannar þeirra í suðri segja til marks um „þýðingarmikinn árangur“. Markmið einræðisríkisins er að þróa eldflaugar sem þeir gætu notað til að skjóta kjarnorkuvopnum að Bandaríkjunum. Fyrr í mánuðinum skaut Norður-Kórea fjórum eldflaugum að Japan þar sem þeir æfðu kjarnorkuárás á herstöðvar Bandaríkjanna í Japan.

Yfirvöld í Norður-Kóreu segja hreyfilinn sem prófaður var í gær geta gert ríkinu kleift að skjóta gervihnöttum á loft jafnvel og bestu þjóðir heimsins. Þar með væri hægt að nota hreyfilinn á svokallaðar Intercontinental ballistic eldflaugar (ICBM). Með þeim gæti Norður-Kórea hugsanlega gert kjarnorkuárásir víða um heiminn.


Yfirlit yfir eldflaugar Norđur-Kóreu.
Yfirlit yfir eldflaugar Norđur-Kóreu. VÍSIR/GRAPHICNEWS

Talsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu sagði blaðamönnum í dag að enn þyrfti að gera rannsóknir varðandi hreyfilinn, en staðfesti ekki að hægt væri að nota hreyfilinn á ICBM-eldflaug.

Tilraunin var gerð í kjölfar yfirlýsingar Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að fyrirbyggjandi árásir á Norður-Kóreu koma til greina. Tillerson hefur verið í heimsóknum víða í Asíu.

Þrátt fyrir fjölmargar eldflaugatilraunir og fimm kjarnorkuvopnatilraunir frá 2006 eru sérfræðingar ekki sammála um getu Norður-Kóreu. Hins vegar er ljóst að ríkið hefur náð árangri. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja að vísindamönnum þeirra hafi tekist að minnka kjarnorkusprengju svo mikið að hægt væri að koma henni fyrir í ICBM-eldflaug.

Sérfræðingar hafa þó dregið þær yfirlýsingar í efa. Ekki er nóg að gera sprengjuna minna, heldur þyrfti hún einnig að þola gífurlega mikinn þrýsting, hita og titring sem myndi myndast við endurkomu vopnsins inn í gufuhvolf jarðarinnar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Ný eldflaugatilraun Norđur-Kóreu til marks um árangur
Fara efst